Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bjóðum Madinu landvistarleyfi.

Norðmenn eru greinilega prinsippmenn og gott er að vita til þess að þar eru allir jafnir fyrir lögunum. Engu að síður eru þeir komnir í ógöngur með mál þessa einstaklings. Óþarft er að gera þetta að meiri persónulegum harmleik en orðið er. Við ættum því að ganga fram fyrir skjöldu og bjarga stelpugreyinu frá óvissri framtíð í framandi landi. Veitum henni landvistarleyfi uns um hægist í hennar málum og hún fær einhverju ráðið sjálf um framtíð sína.
mbl.is Rithöfundi vísað frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru blaðamenn Mbl fullir?!!

Af fréttinni má skilja að skilja að skipið stefndi til Reykjavíkur en ætlaði til Reyðarfjarðar! Fyrirsögn fréttarinnar snýr þessu hins vegar alveg við.  Því má álykta að blaðamenn Mbl. séu engu betri en ummræddir skipstjórnarmenn í landafræði. Nema þeir séu drukknir í vinnunni....
mbl.is Ætlaði til Reyðarfjarðar en stefndi á Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá.....nú er lag á Læk

Okkar háu herrar ætla þá að ómaka sig við að hlýða á boðskap Wade.  Batnandi mönnum er best að lifa.  Það stóð ekki á Hr. Haarde á að dæma skrif hans í sumar, þegar hann gerðist svo óforskammaður að hringja viðvörunarbjöllunum, ekki merkilegri en skrif einhverra kverúlanta í DV eða Fréttablaðaið.  Ég tók reyndar eftir því að forsætisráðherra sá ekki ástæðu til nefna "ríkissnepilinn" Morgunblaðið í þeirri upptalningu.  Því ekki lýgur Mogginn.
mbl.is Funda með Wade á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir Deutsche Bank...

Nú ríður á að gera klárt og afla sem mest fyrir handhafa veiðiheimildanna...Deutsche Bank.
mbl.is Öll fiskiskipin hafa fundið loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

370 millur í aðgangseyri að brunaútsölunni...

Hann er séður hann Bjarni Ármannsson, það verður ekki af honum tekið. 

Núna segist hann hafa keypt sér 370 milljóna syndakvittun hjá skilanefnd Glitnis.  Þessa kvittun hyggst hann eflaust nota sem aðgöngumiða að brunaútsölunni miklu þegar hún hefst hér á Fróni. 

Það eru að verða síðustu forvöð fyrir Bjarna Ármannsson að tryggja sér vinnufrið við ávöxtun eftirstandandi fjármuna sinna við kaup af því gnægtarborði. 

Fyrirtæki hér, útgerð þar, auðlindir hér, einkaleyfi þar, fjölmiðil hér og kannski ...1 stk banki þar.

Svei honum. 

Réttast væri að heimta af honum vegabréfið (ókeypis), og setja síðan í lög að hann og hans nótar verði gert óheimilt að eignast örðu af nokkrum sköpuðum hlut hér á landi, nema gegn nokkurra tuga milljarða fyrirframgreiddu og óendurkræfu tryggingargjaldi í ríkissjóð. 

Síðan má ræða lausnargjad fyrir vegabréfið og í framhaldinu, hvernig verðleggja skuli búsetuleyfi hans.

Hann kunni ekki að skammast sín þegar hann hirti féð og kann það enn síður nú þegar hann skilar skiptimyntinni.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóprúnk Sigmundar Ernis fyrir bí...

Ekki syrgi ég það að klippt var á útsendinguna.  Sigmundi hefði verið nær að bjóða einhverjum öðrum en þessum þjóðnýðingum sem mættir voru (og ekki mættir), t.a.m. þeim sem mest hafa haft sig í frammi fyrir hönd fólksins að undanförnu. 

Þetta lið er búið að gera nóg og tala nóg.

Veriði viss, þegar útsendingu var hætt, þá saknaði þeirra engin.  Engin. 

Mín samúð er öll með mótmælendum, ég er stoltur af þeim og vildi að ég hefði verið í bænum og á svæðinu....


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband